Í dag var hátíðisdagur á Heilsuleikskólanum Urðarhóli þegar börn og kennarar fögnuðu 10 ára afmæli leikskólans. Við héldum frábæra söngstund þar sem meðal annars var sungið alveg glænýtt Urðarhólslag :o) Ég set það hér á bornogtonlist.net því að allir leikskólar ættu auðveldlega að geta fundið leið til að setja inn sitt nafn í stað Urðarhóls. Í viðlaginu notuðum við hreyfingar Shakira við lagið eins og sést greinilega á myndskeiðinu hér neðar á síðunni.

Stjórar_Urðarhóls.jpg
Stjórar_Urðarhóls

Frábærar konur: Sigrún Hulda Jónsdóttir (leikskólastjóri), Lilja Kristjánsdóttir (aðstoðarleikskólastjóri), Ásdís Ólafsdóttir (aðstoðarleikskólastjóri) og Unnur heitin Stefánsdóttir (fyrrv. leikskólastjóri og stofnandi Heilsuleikskólastefnunnar).

Texti

(C) Við erum ánægð
(G) á Urðarhóli.
(Am) Leikum í hóp, 
     finnum þá fljótt
     hann er frábær (F) skóli!

(C) Komd' út að leika
(G) á leikvellinum.
(Am) Alltaf er gott
     að leika sér 
     með góðum (F) vinum.

(C) Á Urðarhól
(G) er gaman!
(Am) Við erum öll
(F)  hér saman.

(C) Við erum vinir – oh oh
(G) Við erum vinir – eh eh
(Am) Saman erum við ævinlega.
(F) Við erum Urðarhóll!

(C) //:Tsamina mina – eh eh
(G)  Waka waka – eh eh
(Am) Tsamina mina zangalewa
(F)  Við erum Urðarhóll!:// (C)

URÐ-AR-HÓLL!!

Tsamina mina = Come!
Waka waka = Do it!
Tsamina mina zangalewa = Where do you come from?

Lag: Shakira / Vestur- og miðafrískt þjóðlag (Nígería/Kamerún)
Texti:Birte Harksen

Lagið náði fyrst alþjóðaútbreiðslu í flutningi Golden Sounds frá Kamerún árið 1986. Það var þó einkum árið 2010 sem það varð alþekkt þegar Shakira flutti það sem opinbert keppnislag heimsmeistarakeppninnar í fótbolta í Suður-Afríku.