Ajka Sa Lajka

Einn strákur á deildinni á litla frænku sem býr í Svíþjóð. Hún var með þetta lag á heilanum og það má segja að það séum við líka núna :) Reyndar er það mjög skiljanlegt því það er svo sannarlega eitt glaðlegasta lag sem við höfum sungið í vetur. Við köllum það líka "bulllagið" frá Svíþjóð, því að þó að maður heyri eitt og eitt sænskt orð þá er mestmegnis engin merking í því.

Bláa bangsann á myndinni köllum við Lúrifaxa Bom Bom Bom eins og er sungið um í laginu. Hann er furðudýr sem getur breytt sér, t.d. með að setja upp vængi, eyru og hala. Öll börnin gerðu listaverk af Lúrifaxa sínum og skrifuðu litla sögu um hann. Hér má lesa dæmi um það sem strákurinn á myndinni skrifaði: Lúrifaxi minn skoppar eins og kengúra. Skjótir Béum. Hann skjótir búbblum. Hann gerir banana og borðar þá. Hann gerir sól. Hann er með nef eins og nashyrningur. Hann lifir að eilífu. Hann gerir tungl. Hann er vinur minn.

Lúrifaxa-myndirnar voru alveg dásamlegar

Hvernig er Lúrifaxi í framan?

Ajka Sa Lajka

Ajka sa lajka
lari lari vajka
Orri kookaburra 
bluff og båg
Úmferi skúmferi
jerri marra hito
Arra barra kito
katalog

Acke kackelacka
Sillestjärt og gummisula
Lila skvidde viddi
vit bom bom
Hula hula hula
úti dicke dacke dula
Úti LÚRIFAXI
BOM BOM BOM

Lag: "En sang som är glad" eftir K. Andeby & P. Wanngren
Sungið af Sven-Eric Gissbol, upptaka frá um 1990.

Ég var reyndar búin að gera íslenska þýðingu af sænsku erindi sem fylgir laginu og sem fjallar um gleðina við að dansa og hlusta á tónlist. Að þessu sinni tókst mér ekki að nota það með krökkunum, en einhvern tíma langar mig að hafa það með og tengja þá lagið við danssköpun og hreyfigleði barnanna.

Inngangur lagsins

Góðan daginn vinur minn
Komdu nú og  sýndu dansinn þinn.
Ég get varla hamið mig,
allir verða að hreyfa sig.
Tónlist kætir hátt og lágt,
við syngjum og við dönsum dátt.
Skemmtum okkur hvern einasta dag
og syngjum þetta lag:
Ajka sa lajka...

Myndskeið

Á sumarhátíðinni okkar fengu börnin að mála sig í framan. Mörg þeirra breyttust í lúrifaxa en líka önnur áströlsk furðudýr eins og breiðnef, blátungu (sem er eðlutegund) og emú.

Á sumarhátíðinni okkar

Það krefst mikillar einbeitingar að breytast í emú

Börnin voru eins og listaverk í framan

Síðast breytt
Síða stofnuð