Hvað borða birnir?

Bjarnaþemað okkar hefur verið einstaklega skemmtilegt og eftirminnilegt. Fyrir utan allt sem við og börnin lærðum um bjarnartegundirnar átta, höfum við dansað bjarnadansa, sungið bjarnalög, lesið bjarnasögur, málað bjarnamyndir og einnig fótspor sem voru fest á gólfið. Börnin gerðu líka bjarnarhelli úr mjólkurkössum og - viti menn! - einn morguninn var risastór ísbjörn fluttur inn. Myndskeiðið var tekið upp í lokastundinni, en þar var hápunkturinn að vera málaður í framan eins og uppáhaldsbjörninn sinn og að borða risastóra hlaupbangsa sem við höfðum búið til í tilefni dagsins.

Upphaflega var hugmyndin með laginu að börnin myndu læra hvað þessar átta bjarnartegundir heita, en síðan fannst mér líka sniðugt að þau myndu í leiðinni læra svolítið um fæðu þeirra. Margir birnir eru að sjálfsögðu alætur en við ákváðum að velja einkennandi mat fyrir hverja tegund.

Ég gerði spjald til að nota með laginu

Börnin voru máluð eins og uppáhaldsbirnirnir sínir

Við skoðuðum hvar á hnettinum bjarnartegundirnar eiga heima

Þekkirðu okkur í sundur?

Þessi frábæri ísbjörn laumaðist inn til okkar...

Ég vildi að ég væri björn

D
Ég vildi að ég væri BRÚNBJÖRN
A
Ég vildi að ég væri brúnbjörn
D
Ég vildi að ég væri brúnbjörn
A                              D
Brúnbjörn sem borðar LAX

D
Nammi, nammi, nammi, nammi la-ax
A
Nammi, nammi, nammi, nammi la-ax
D
Nammi, nammi, nammi, nammi la-ax
A                              D
Brúnbjörn sem borðar LAX

Ég vildi að ég væri ÍSBJÖRN
Ég vildi að ég væri ísbjörn
Ég vildi að ég væri ísjörn
Ísbjörn sem borðar SELI

Nammi, nammi, nammi, nammi seli...

Ég vildi að ég væri PANDABJÖRN
Ég vildi að ég væri pandabjörn
Ég vildi að ég væri pandabjörn
Pandabjörn sem borðar BAMBUS

Nammi, nammi, nammi, nammi bambus...

Ég vildi að ég væri SVARTBJÖRN
Ég vildi að ég væri svartbjörn
Ég vildi að ég væri svartbjörn
Svartbjörn sem borðar BLÁBER

Nammi, nammi, nammi, nammi bláber...

Ég vildi að ég væri LETIBJÖRN
Ég vildi að ég væri letibjörn
Ég vildi að ég væri letibjörn
Letibjörn sem borðar MAURA

Nammi, nammi, nammi, nammi maura...

Ég vildi að ég væri SÓLBJÖRN
Ég vildi að ég væri sólbjörn
Ég vildi að ég væri sólbjörn
Sólbjörn sem borðar HUNANG

Nammi, nammi, nammi, nammi hunang...

Ég vildi að ég væri TUNGLBJÖRN
Ég vildi að ég væri tunglbjörn
Ég vildi að ég væri tunglbjörn
Tunglbjörn sem borðar HNETUR

Nammi, nammi, nammi, nammi hnetur...

Ég vildi að ég væri GLERAUGNABJÖRN
Ég vildi að ég væri gleraugnabjörn
Ég vildi að ég væri gleraugnabjörn
Gleraugnabjörn sem borðar ÁVEXTI

Nammi, nammi, nammi, nammi ávexti...

Letibjörn

Pandabjörn

Tunglbjörn/Kragabjörn

Ísbjörn

Frægir birnir

Okkar fannst mjög áhugavert að komast að því að Paddington er gleraugnabjörn og Baloo er letibjörn og Bangsimon er svartbjörn og var til "í alvörunni". Og svo má ekki gleyma að kóalabjörninn og þvottabjörninn og hlaupbjörninn (eða "Gummy Bear") eru alls ekki birnir :o)

Myndskeið

Síðast breytt
Síða stofnuð