Kirie-Kirio

Einn daginn kom barn af Urðarhóli í leikskólann með disk sem heitir "Top Hits from Kenya", en þar var meðal annars þetta lag á swahili. Mér fannst laglínan svo skemmtileg að mig langaði strax að búa til íslenskan texta við hana. Viðlagið er eins og í upphaflegu útgáfunni. Á upptökunni með laginu á disknum Maja Maríuhæna og önnur barnalög er það sonur minn, Matthías, sem syngur lagið með mér.

Kirie-Kirio

Mig langar svo mikið í sund, mamma.
Nei elskan, ekki' í dag!
Mig langar í nammi og ís, mamma.
Nei ástin, ekki' í dag!
Þú sagði það sama í gær, mamma.
Ég segi það líka í dag!
Hvenær má ég það þá, mamma?
Kannski um helgina!

Kiri-kirie, kiri-kirio
kiri-kiri-kir, kiri-kir, mamma.
Kiri-kirie, kiri-kirio
kiri-kiri-kir, kiri-kir, mamma.

Mig langar svo mikið í bíó, mamma.
Nei elskan, ekki' í dag!
Mig langar í pylsu og gos, mamma.
Nei ástin, ekki' í dag!
Þú sagði það sama í gær, mamma.
Ég segi það líka í dag!
Hvenær má ég það þá, mamma?
Kannski um helgina!

Kiri-kirie, kiri-kirio
kiri-kiri-kir, kiri-kir, mamma.
Kiri-kirie, kiri-kirio
kiri-kiri-kir, kiri-kir, mamma.

Mig langar svo mikið í pizzu, mamma.
Nei elskan, ekki' í dag!
Mig langar að fara í tölvu, mamma.
Nei ástin, ekki' í dag!
Þú sagði það sama í gær, mamma.
Ég segi það líka í dag!
Hvenær má ég það þá, mamma?
Kannski um helgina!

Kiri-kirie, kiri-kirio
kiri-kiri-kir, kiri-kir, mamma.
Kiri-kirie, kiri-kirio
kiri-kiri-kir, kiri-kir, mamma.

Lag: Black Blood (hljómsveit frá Kenýa).
Texti: Birte Harksen

Lagið með gítargripum
Lagið á Spotify
Sækja MP3-skrá

Það er skemmtilegt fyrir börnin ef þau fá að velja hvað það er sem barnið í laginu langar að gera og breyta laginu til samræmis. Börnin geta valið eitthvað sem er á myndspjaldi (eins og að fara til ömmmu, fá köku...), eða bara fundið upp á einhverju sjálf.

Það getur líka verið gaman að kennarinn syngi línur mömmunnar og börnin línur barnsins, svo að lagið verður að eins konar samtali. Einnig er hægt að útfæra "samtal" með því að vera með handbrúðu í hlutverki barnsins.

Myndskeið

Hér er smá upptaka af Aðalþingi þar sem við sitjum úti á leikvellinum, njótum sólskinsins, lesum bækur, hlustum á Kirie-Kirio - og syngjum aðeins með.

Upphaflega lagið

Hér er upphaflega lagið sem íslenska útgáfan er byggð á (án þess auðvitað að vera þýðing).

Síðast breytt
Síða stofnuð