Krókódíll í lyftunni minni

Við Imma skemmtum okkur konunglega við að gera nýtt myndskeið við lagið "Krókódíll í lyftunni". Ég íslenskaði lagið fyrir mörgum árum og það er alltaf jafn vinsælt hjá leikskólabörnunum. Lagið hjálpar okkur að horfast í augu við allt það sem hræðir okkur og með miklum húmor og látbragði náum við upp á fimmtu hæð án þess að verða étin eða annað álíka.

Krókódíll í lyftunni

Það er krókódíll í lyftunni minni
og ég er soldið smeyk við hann - Ó nei!
Það er krókódíll í lyftunni minni
og hann getur étið mann! O-O-O!

Krókódíll! Förum á fyrstu hæð!
Þú færð ekki að éta mig,
því að það er ÉG sem ræð!

O.s.frv.

Lag: Alligator in the Elevator (Rick Charette)
Íslenskur texti: Birte Harksen
PDF-skjal með gítargripum til útprentunar: Krókódíll í lyftunni minni.pdf

Það er hægt að syngja áfram um krókódíl alla leiðina upp á fimmtu hæð, en síðan er líka gaman að skipta út hver það er sem er í lyftunni eins og við Imma gerum í myndskeiðinu hér fyrir neðan. Endilega leyfið börnunum að koma með tillögur.

Myndskeið

Þegar ég nota lagið í leikskólanum er ég með stóra lyftu á pappaspjaldi svo að börnin geti séð hæðirnar í húsinu. Lagið býður upp á leikræna tilburði til að gera það ennþá skemmtilegra. Síðan er líka gaman er að nota "bjölluna" og sýna með höndunum þegar við förum upp með lyftunni.

Upptakan hér fyrir neðan var gerð þegar Urðarhólsbörnum var boðið að koma að syngja fyrir Velferðarsjóð barna, 1. desember 2008. (Hér heyrum við 2. og 3. erindi).

Síðast breytt
Síða stofnuð