Meistari Jakob

Þetta lag er sungið á öllum leikskólum og er til á mörgum málum. Víða hafa erlendir foreldrar eða starfsmenn kennt börnunum að syngja það á erlendum málum. Ég safna textanum á hinum ýmsu málum saman hér svo allir geti notið góðs af. Hér má líka finna upptökur þar sem mér hefur tekist að fá innfædda til að syngja viðkomandi texta, svo að hægt sé að heyra réttan framburð. Við þetta safn bætist smátt og smátt, og endilega hafið samband ef þið eruð með texta/upptöku sem ekki er að finna hér fyrir neðan.

Mestari Jakob

Lagið er tilvalið til að gera börnin meðvituð um aðrar þjóðir og tungumál. Ég er vön að segja þeim frá karlinum sem sést á myndinni hér fyrir ofan, sem hefur svo mikinn áhuga á tungumálum og þjóðfánum. Alltaf þegar hann fer til útlanda sofnar hann í flugvélinni og þegar hann vaknar verður hann að hlusta á börnin syngja og skoða fánann vandlega til að vita hvar hann er.

Íslenska

Meistari Jakob, meistari Jakob!
Sefur þú? Sefur þú?
Hvað slær klukkan? (2x)
Hún slær þrjú! Hún slær þrjú!

Danska

Mester Jakob, Mester Jakob
Sover du? Sover du?
Hører du ej klokken? (2x)
Bim bam bum! Bim bam bum!

Birte á Urðarhóli

Pólska

Panie Janie! Panie Janie!
Rano wstań! Rano wstań!
Wszystkie dzwony biją (2x),
Bim bam bom! bim bam bom!

Dorotha í Skólatröð

Færeyska

Dovni Jákup, Dovni Jákup,
Svevur tú? Svevur tú?
Klokkan hon er átta (2x)
Bim bam bum! Bim bam bum!

Sverrir á Urðarhóli

Ítalska

Fra Martino Camparano
Dormi tu? Dormi tu?
Suona le campane (2x)
Din Don Dan! Din Don Dan!

Fjóla (Cinzia) á Lundabóli

Lítháíska

Broli Jonai, broli Jonai
Ar miegi? Ar miegi?
Ryto varpeliai skamba, ryto varpeliai skamba
Ding ding dong, ding ding dong

Renata á Furuskógi

Esperanto

Frato Jako, Frato Jako
Ĉu en dorm'? Ĉu en dorm'?
Jen la sonorilo, jen la sonorilo
Bim bam bum, Bim bam bum

Kínverska

Á kínversku fjallar lagið ekki um meistara Jakob heldur tvö tígrisdýr - sjá siðuna: Liǎng zhī lǎo hǔ (Tvö tígrísdýr)

Fleiri tungumál

Hér á sangglad.dk er PDF-skjal með Meistara Jakob á mörgum mismunandi tungumálum.

Síðast breytt
Síða stofnuð