Mikki refur sefur

Þennan leik má leika bæði úti og inni og er alltaf jafn skemmtilegur. Eitt barnið á að leika Lilla klifurmús og fer annaðhvort úr úr herberginu eða grúfir í miðjunni meðan annað barn er valið til að vera Mikki refur. Öll hin börnin eru tré í Hálsaskógi, og er Mikki refur líka að þykjast vera tré. Síðan er lagið sungið og því næst kallað á Lilla klifurmús, sem kemur og snertir eitt tré í einu þangað til að Mikki finnst eins og sjá má á myndskeiðinu.

Mikki refur sefur

        C      Em       F    C
Það er svo rólegt í skóginum
        F     G7    C
því Mikki refur sefur!
        C      Em       F    C
Það er svo rólegt í skóginum
        F     G7    C
því Mikki refur sefur!

- Lilli Klifurmús!!

Myndskeið

Leikurinn er byggður á "Der er så dejligt i denne skov" (t.d. í Lystige sanglege for børn, bls. 123), en hefur verið breytt þannig að hann falli að Hálsaskógi og persónunum úr leikriti Egners.

Síðast breytt
Síða stofnuð