Regnbogadans

Í "regnboganum" í þessum dansi eru fjórir litir. Hver hópur fær sinn lit í formi kreppappírs-borða og dansar þegar kemur að honum í laginu, sem allir syngja saman. Í framhaldi af þessum dansi virkar vel að vera með rólega og afslappandi („regnbogalega“) tónlist þar sem allir fá að dansa rólega og frjálst með borðana sína um salinn og gera fallegan regnboga.

Regnbogadans

Sjáðu! Regnboginn er kominn
Sjáðu! Regnboginn er kominn
Gulur, rauður, grænn og líka blár
- Núna dansa gulir!

Sjáðu! Regnboginn er kominn 
Sjáðu! Regnboginn er kominn
Gulur, rauður, grænn og líka blár
- Núna dansa rauðir!

Sjáðu! Regnboginn er kominn
Sjáðu! Regnboginn er kominn
Gulur, rauður, grænn og líka blár
- Núna dansa grænir!

Sjáðu! Regnboginn er kominn
Sjáðu! Regnboginn er kominn
Gulur, rauður, grænn og líka blár
- Núna dansa bláir!

Gulur, rauður, grænn, blár
Regnboginn er alls staðar!

Lag: Super Simple Songs
Texti: Birte Harksen

Lagið heitir "I see something blue" og er frá SuperSimpleSongs. Hér er lagið á Spotify.

Myndskeið

Þessi dans er hluti af þróunarverkefninu: "Að læra gegnum dans" sem við Geirþrúður Guðmundsdóttir og Ragnheiður Sara Grímsdóttir unnum með styrk frá Sprotasjóði á skólaárinu 2014-15.

Síðast breytt
Síða stofnuð