Spiladósir

Spiladósir má nota sem lokaatriði eftir tónlistarstund, einkum með yngri börnum. Það skapar ró, setur lokapunktinn og gefur e.t.v. kennaranum færi á að ganga frá á meðan.

Þessi maríuhæna spilar mismunandi lög eftir því hvar er ýtt á hana. Börnin skiptast á að ýta einu sinni til að setja hana í gang. Fyrir yngstu börnin getur það verið góð þjálfun í aga að ýta bara einu sinni og láta hana svo ganga áfram :-).

Síðast breytt
Síða stofnuð