Skjaldbökur úti á sjó

Þessa rólegu og indælu möntru sungum við á Sjávarhóli þegar við vorum með skjalbökuþema vorið 2011. Við gerðum einfaldar hreyfingar við sem sjá má á myndskeiðinu. Þar er einnig hægt að sjá svipmyndir úr neðansjávarleik þar sem stóru sæskjaldbökurnar synda í næði og ró. Börnin höfðu unnið lengra ferli með því að skreyta og mála stóru skjaldbökuskelina sína og útkoman var alveg meiri háttar. Þar sem sæskjaldbökur synda svo hægt og rólega virkaði vel að nota ljós- og skuggaleik og slökunartónlist með þemanu.

Mantra

Skjaldbökur
úti á sjó
synda þar
í næði og ró

Texti: Ingibjörg Ásdís Sveinsdóttir (Imma)

Myndskeið

Síðast breytt
Síða stofnuð