Ávaxtadans

Hugmyndin að þessum dansi kom upp þegar ég ætlaði að finna leið til að endurnýta plastávexti sem höfðu einu sinni verið á ljósaseríu. Áður en dansinn byrjar velja börnin sér ávöxt. Síðan dansar ein ávaxtategund í einu í miðju hringsins. Þegar kennarinn svo kallar "Ávaxtakarfa" koma öll börnin út á gólf til að dansa. Þetta er endurtekið nokkrum sinnum.

Lagði sem við notuðum með dansinum heitir "Mardi Gras Mambo" og er með hljómsveit sem heitir Cubanismo. Hér er það á Spotify. Upphaflega tók ég það af safndiski Putumayo sem heitir Latin Playground.

Síðast breytt
Síða stofnuð