Við förum öll í safaríferð

Skemmtilegasta leiðin til að lesa þessa bók fyrir börnin er að fara með hana í alvöru "safaríferð" um leikskólann. Áður en við blöðum áfram á næstu síðu og skoðum og leikum næsta dýr, læðumst við af stað í langri röð meðan við syngjum lagið. Sá sem er fremstur (hvort sem það er barn eða fullorðinn) ákveður hvert við förum næst, og það er eitt það allra skemmtilegasta við þennan leik.

Á safaríferðum um Urðarhól höfum við farið inn á skrifstofu Sigrúnar leikskólastjóra, inn á klósettin, inn í fatageymslu, á kennarastofuna, út á lóð (á sokkaleistunum!), og eitt það allra skemmtilegasta var þegar einn viðkomustaðurinn á safaríferðinni okkar var matsalurinn þar sem þá sátu fjölmargir litlir apar og borðuðu hádegismat :)

Við förum öll í safaríferð

Við förum öll í safaríferð,
safariferð, safaríferð
Við förum öll í safaríferð. 
Hvað fáum við að sjá?!

Við förum öll í safaríferð!

, Bók eftir Laurie Krebs

Þegar bókin kom út hér á landi prófaði ég að syngja textann í bókinni þar sem hann var í bundnu máli. Síðar komst ég að því að þátttaka barnanna verður meiri ef við syngjum í staðinn einfaldara stef sem millispil á milli blaðsíðna (þ.e. áður en nýtt dýr kemur til sögunnar). Hugmyndin um að fara um leikskólann í halarófu kom þegar við Imma byrjuðum að vinna að verkefninu "Leikur að bókum".

Ef maður leikur þennan leik með 10 börnum má leyfa þeim að skiptast á um að vera fremst, en stundum höfum við leikið hann með allri deildinni, og þá voru það þeir fullorðnu sem skiptust á að ákveða hvert fara skyldi næst í safaríferðinni.

Myndskeið

Á myndskeiðinu má sjá hluta úr einni safaríferð.

Bókin

Síðast breytt
Síða stofnuð