Vögguvísa frá Filippseyjum

Þessi fallega, tregablandna vögguvísa heitir "Sa Ugoy Ng Duyan". Duyan þýðir vagga (og um leið hengirúm eins og sjá má á upptökunni). Tess frá Filippseyjum hefur um árabil unnið á Stubbaseli, sem er hluti af Heilsuleikskólanum Urðarhóli. Hér syngur hún og Birte ásamt elstu börnunum á deildinni.

Árið 2015 sungu börn af Urðarhóli lagið fyrir sendiherra Filippseyja - sjá síðuna Sa Ugoy Ng Duyan. Þar er líka þýðing á textanum.

Sa Ugoy Ng Duyan

Sana’y di nagmaliw ang dati kong araw
Nang munti pang bata sa piling ni nanay
Nais kong maulit ang awit ni inang mahal
Awit ng pag-ibig habang ako’y nasa duyan

Myndskeið

Tekið upp í Stubbaseli, 23. júní 2008. Við syngjum hér bara byrjunina á laginu. Textinn fjallar um að hugsa aftur til baka til þess tíma þegar maður lá í örmum móður sinnar og hún söng um ást sína á barninu sínu.

Síðast breytt
Síða stofnuð