Yfir kaldan eyðisand

Bókin Tak og draugurinn eftir Hjalta Bjarnason heillar alltaf börnin jafn mikið og merkilegt að hugsa til þess að höfundurinn var aðeins 9 eða 10 ára þegar hann skrifaði bókina, svo vel er hún heppnuð. Í bókinni reynir strákurinn Tak mismunandi leiðir til að losna við drauginn sem skyndilega birtist hjá honum, og ein þeirra er að hann reynir að syngja "Yfir kaldan eyðisand" fyrir hann.

Tak og draugurinn

Við höfum notað vísuna í ýmsu samhengi nú í vetur og höfum meira að segja prófað að syngja hana tvíraddað, eins og heyrist hér á myndskeiðinu fyrir neðan, þar sem deildin okkar kemur fram fyrir hin börnin í leikskólanum. Við æfðum það á þann einfalda hátt að tveir kennarar sungu tvíraddað, og börnin völdu alltaf hvorum kennaranum þau vildu fylgja.

Yfir kaldan eyðisand

      C        G   C 
Yfir kaldan eyðisand
                        G
einn um nótt ég sveima.
         C      G     C
Nú er horfið Norðurland
                      G G7 C
nú á ég hvergi heima.

Höf.: Kristján Jónsson fjallaskáld (1842-1869).

Myndskeið

Leikum söguna um Tak og drauginn

Nú á ég hvergi heima...

Sjá einnig

Síðast breytt
Síða stofnuð