Flöskusílófónn

Börnin fengu öll að spila tónlist á heimagerða vatnssílófóninn okkar í dag. Það er auðvelt að búa til einfaldan sílófon á þennan hátt. Maður setur mismikið vatn í flöskurnar/glösin og þá myndast mismunandi tónar. Ef maður nær að láta tónana verða "hreina" með réttu magni af vatni þá er jafnvel hægt að spila lítið barnalag. Neðst á síðunni má sjá lítið myndskeið þar sem Kjalar kennari spilar "Gamla Nóa" og krakkarnir syngja með.

Við notuðum glös í staðinn fyrir flöskur í sílófóninn okkar. Maður slær á hvert glas um sig með teskeið til að athuga hvernig hljómurinn breytist. Því meira vatn sem er í glösunum, þeim mun styttri er loftsúlan sem titrar í hverju glasi og því hærri hljómur myndast. Með því að bæta vatni í glösin eða hella úr þeim er hægt að búa til hreina tóna og spila tónstiga á þau.

Börnin náðu sér í vatn til að hella í glösin. Ég setti síðan dropa af matarlit út í vatnið til að gera sílófóninn okkar fallegri

Gamli Nói

Síðast breytt
Síða stofnuð