Litli Jakob

Það er alltaf jafn gaman að sjá hvað tveggja ára börnum (og jafnvel yngri) finnst þetta lag fyndið og skemmtilegt. Litli Jakob er brúða sem felur sig niðri í trektinni sinni og skýst upp til að segja "Bööhh!" Lagið er sungið við sömu laglínu og "Þumalfingur, þumalfingur".

Litli Jakob byrjar á að fela sig niðri í trektinni og kennarinn segir t.d. "Hvar er hann? Hvar er litli Jakob? Syngjum til að fá hann til að koma!"

Börnin: "Litli Jakob, litli Jakob
Hvar ert þú?"

Litli Jakob kemur upp og segir: "Bööh!"

Hér er ég! Hér er ég!
Goðan daginn, daginn, daginn!

Litli Jakob lætur sig detta ofan í og segir: "Búmm"

Síðast breytt
Síða stofnuð