
Ruslatunnu-trommarar
Í sumar sendi Kópavogsbær hóp unglinga í unglingavinnu til okkar í leikskólanum. Hlutverk þeirra var að skipta um sand í sandkössunum og í nokkra daga var flutt hlass eftir hlass af sandi í hjólbörum. Þegar unglingarnir fóru í matarhlé gripum við börnin tækifærið til at breyta hjólbörunum í trommur :o)

Kópavogur Drummers
Þessu mundi ég eftir þegar ég sá þennan stórskemmtilega trommarahóp, Copenhagen Drummers, spila á ruslatunnur í danska sjónvarpinu, þar sem þeir tóku þátt í hæfileikakeppni. Þetta finnst mér tilvalinn innblástur handa öllum trommurum, bæði ungum og öldnum. Njótið myndskeiðsins hér að neðan!
Sjá einnig síðuna Göngutúr í leit að hljóðgjöfum.
Síðast breytt
Síða stofnuð