Ugluþema

Föstudaginn 5. mars héldum við lokasamverustund í þemavinnunni okkar með uglur. Þá gerðum við sumar af þeim upptökum sem sjást hér að neðan, en aðrar voru teknar upp mánuðinn á undan í sögustund og hreyfistund.

Þemalagið okkar

Þessa laglínu höfum við notað með öllum þemadýrunum okkar - við höfum bara breytt svolítið um texta og útsetningu.

Það var gömul ugla

Eitt af vinsælustu lögunum í sambandi við þetta þema var þetta lag, sem fjallar um gamla ugla sem flýgur burt þegar barn hefur hátt undir trénu. Hér erum við í hreyfistund og leikum líka atburðarásina með laginu.

Þrjár litlar uglur

Þetta lag var líka mjög vinsælt meðal barnanna. Þrjár uglur sitja uppi í tré, þrír kettir reyna að læðast upp til að ná þeim, og hundar gelta þannig að uglurnar fljúga burt og kettirnir verða eftir uppi í trénu. Þá þarf að hjálpa þeim niður.

Sögustund hjá Immu: Uglu-ungarnir

Hér segir Imma sögu fyrir börnin sem eru vel með á nótunum. Bókin fjallar um þrjár litlar uglur sem bíða eftir mömmu sinni.

Uglan og engisprettan

Imma gerði flottar klippimyndir sem hún notaði þegar hún sagði dæmisöguna af uglunni og engisprettunni sem hélt fyrir henni vöku.

Síðast breytt
Síða stofnuð