Grameðludans

Það er kannski ekki auðvelt að sjá það við fyrstu sýn en fyrir okkur börnin fer það ekki milli mála að við erum grimmar grameðlur og við skemmtum okkur stórkostlega í Grameðludansinum. Þetta er svo einfalt og fyndið eins og sést á myndskeiðinu og virkar alveg jafn vel með 2-3 ára börnum.

Þegar ég kynni dansinn fyrir nyjum barnahóp kem ég alltaf með þessa dásamlegu handbrúðu sem getur opnað munninn upp á gátt og dillað sér glaðlega. Þó að grameðlan líti nefnilega út fyrir að vera svolítið grimm þá kemur í ljós að hún er bara rosalega hress og glaðlynd og vill endilega fá okkur til að dilla okkur með sér og segja: "Ú-la-la!" og "Cha-cha-cha!"

Síðan sýni ég börnunum myndina hér fyrir ofan þar sem við sjáum að hún er bara grameðluungi og mjög lítil við hliðina á mömmu sinni þegar hún skríður milli fótanna á henni. Við æfum okkur í að gera það líka - erum saman tvö og tvö og annar fer milli fótanna hjá hinum og svo til skiptis. Þá getur dansinn byrjað!

Grameðludans

Einn og tveir og einn og tveir x2
Fyrst gerum við ú-la-la!
Svo gerum við cha-cha-cha!
Svo förum við í spígat!
WAAA!

Myndskeið

Hvernig dansinn varð til

Dansinn varð til á Urðarhóli fyrir mörgum árum hjá kennra sem heitir Ingibjörg Thomsen. Á myndskeiðinu hér að neðan má sjá upphaflegar upptökur af því (frá því vorið 2008):

Síðast breytt
Síða stofnuð