Páfugl hittir páhænu

Okkur vantaði skemmtilegt lag fyrir páfugla-þemað á deildinni og þess vegna var alveg meiri háttar að danskur strákur og móðir hans skuli hafa bent okkur á að það er til danskt lag um páfugl sem hittir páhænu. Lagið heitir "Flyv lille påfugl". Textinn er svolítið öðruvísi hjá okkur á íslensku, en við héldum viðlaginu út af skemmtilegu bull-orðunum.

Börnin bjuggu til Sviðsljós-Lalla sem þakti heilan vegg

Sviðsljós-Lalli

Fyrir okkur á Sjávarhóli tengist þetta lag uppáhalds-páfuglinum okkar, honum Sviðsljós-Lalla, en hann er persóna úr bók sem við lásum. Hann vill vera miðpunkturinn í öllum sögum og viðburðum. Þótt að hann sé oft svolítið þreytandi lærir hann í lok bókarinnar að meta félaga sína að verðleikum og láta þeim stundum sviðsljósið eftir. Það þarf varla að nefna að Sviðsljós-Lalli hefur þröngvað sér inn í allt sem við höfum gert í sambandi við þetta páfuglaþema og þess vegna var hann að sjálfsögðu líka skrifaður inn í þetta lag sem fjallar um þegar hann hitti páhænu og varð skotinn í henni :)

Í dönsku útgáfunni verða páfuglana óvinir og síðan aftur vinir en við tókum ákvöðun um að okkar texti ætti að endurspegla pörunardans páfuglanna þar sem karlfuglinn setur upp stélið og kvenfuglinn lætur eins og hún sjái hann ekki.

Sviðsljós-Lalli heimtaði að vera með í öllum bókum

Við skreyttum okkur með grænar hendur og naglalakki

Imma átti afmæli og fékk páfuglakóróna frá börnunum

Lagið með dans-leiðbeiningum

Stelpur/páhænur standa í innri hring. Strákar/páfuglar fljúga um í ytri hring í kringum þær.

Páfuglinn flýgur
Ib Skib Skalli
Aggi Maggi Dalli
Sviðsljós-Lalli
Páfuglinn flýgur
Ib Skib Skalli
Aggi Maggi Dalli

(Hver strákur/páfugl stoppar
fyrir framan stelpu/páhænu)

Hann hittir páhænu
Ib Skib Skalli
Aggi Maggi Dalli
Sviðsljós-Lalli…

(Hann beygir sig fram og setur
hendurnar upp eins og stél)

Hann settir upp stélið
Ib Skib Skalli
Aggi Maggi Dalli
Sviðsljós-Lalli…

(Hún þykist ekki sjá hann
og tínir orma)

Hún týnir orma
Ib Skib Skalli
Aggi Maggi Dalli
Sviðsljós-Lalli…

(Pörin takast í krosslagðar
hendur og snúa sér saman)

Þau fara að dansa
Ib Skib Skalli
Aggi Maggi Dalli
Sviðsljós-Lalli…

Lag: "Flyv lille påfugl"
Íslensk útgáfa: Birte Harksen og Ingibjörg Ásdís Sveinsdóttir

Það má annars sleppa Sviðsljós-Lalla í textanum og syngja í staðinn "Ib Skib Skalli" aftur (eins og er gert á dönsku).

Myndskeið af dansinum

Flyv lille påfugl

Síðast breytt
Síða stofnuð