Ani Kuni

Í vetur höfum við notið þess að hafa indjánaþema á Sjávarhóli. Það hefur verið mjög skemmtilegt að rannsaka lifnaðarhætti og lífssýn sem kenna okkur sjálfbærni og náttúruvernd. Tungumál og týnd tungumál hafa líka heillað okkur og sérstaklega hafa börnin tileinkað sér lagið "Ani Kuni" með sínu framandi tungumáli og dulinni merkingu.

Lagið hefur verið eins konar mantra á deildinni. Börnin voru fljót að læra það og sungu það öllum stundum, úti og inni, við matarborðið, í fataklefanum og á klósettinu svo eitthvað sé nefnt. Gaman að segja frá því að myndskeiðið endar á einkabrandara milli kennara og barna á deildinni en hann er byggður á sannsögulegum atburðum.

Vandasamt verk að búa til típí

Ani kuni

Ani couni chaouani
Ani couni chaouani
Awawa bikana caïna 
Awawa bikana caïna
E aouni bissini 
E aouni bissini

Til eru mismunandi útgáfur af textanum. Þessi er af mamalisa.com og er sú sem börnin hafa tamið sér. Á síðunni má líka lesa upplýsingar um textann og lagið.

Við grilluðum maísbrauð

Með íslenskum framburði

Aní kúní - sjá-aní
Aní kúní - sjá-aní
Á-á-á biggana kaína
Á-á-á biggana kaína
E a-úní bis-síní
E a-úní bis-síní

Við mælum með þessar bókum

Möguleg þýðing á ensku

Tungumálið er gleymt, þannig að þýðingar eru byggðar á tilgátum. Margir indjánaættbálkar hafa tileiknkað sér lagið, t.d. Iroquois. Hér er ein hugsanleg þýðing:

When evening descended 
upon the Indian village,
the Medicine-man disappeared 
into the forest, 
touching the ground 
with his hands

Indjánaþema á Sjávarhóli

Inni á deildinni unnum við saman að því að búa til indjánatjald eða svokallað típí. Farið var í Sorpu til að ná í stórar greinar og foreldrar gáfu okkur síðan efni, gömul rúmföt o.fl. Þetta var skemmtilegt samvinnuverkefni allra á deildinni og okkur fannst svolítið dularfullt hvernig típíið minnkaði alltaf, því meira sem börnin ófu :)

Börnin lærðu líka að það voru alls ekki allir indjánar sem bjuggu í típíum, heldur bjuggu margir í annars konar híbýlum, t.d. wigwam, langhúsum eða rauðleirshúsum (adobe pueblo) - og jafnvel snjóhúsum.

Öll börnin bjuggu til sína eigin draumaveiðara og við lærðum merkingu þeirra. Ein mamma skrifaði okkur: "Í gær tilkynnti [strákurinn okkar] okkur að við mættum aldrei slíta þráð í kóngulóarvef því að við værum einn þráður í risastórum vef. Gaman hvað þau eru móttækileg fyrir alls konar vitneskju."

Þann 24. nóvember héldum við Þakkargjörðarhátíð í Ævintýraskóginum að hætti indjána. Börnin þökkuðu fyrir það sem þeim fannst þakkarvert í náttúrunni, grilluðu maísbrauð yfir opnum eldi og sungu. Þetta var einstaklega friðsæl og eftirminnileg stund.

Ánægð með draumaveiðarann sinn

Síðast breytt
Síða stofnuð