Benni litli broddgöltur

Við erum búin að læra svo mikið um broddgelti og finnst þeir vera alveg rosalega mikil krútt! Þessi vísa fjallar um það að broddgeltir leggjast í híði yfir veturinn. Þeir finna sér góðan svefnstað - gjarna undir fullt af laufblöðum og greinum - í lok október eða byrjun nóvember og vakna síðan ekki fyrir en hálfu ári seinna í lok apríl eða byrjun maí eftir veðri. Á meðan þeir sofa hægist mikið á hjartslætti þeirra og líkamshiti lækkar.

Imma tíndi fullt af laufblöðum fyrir broddgalta-hátíðina okkar

Mig langaði að nota laglínuna við "Afi minn og amma mín" af því að það er sungið svo oft í leikskólum og mér finnst gaman að hafa fleiri erindi til að geta bætt við þegar hentar. Venjulega þegar ég er gera texta hef ég ekki of miklar áhyggjur af stuðlum og höfuðstöfum en þegar maður gerir vísu finnst mér það alveg nauðsynlegt.

Broddgeltir eru svo sætir!

Benni litli broddgöltur

Benni litli broddgöltur
bráðum leggst í híði
Vekur hann í vetralok
vorvindurinn blíði

Lag: Afi minn og amma mín
Texti: Birte & Baldur

Myndskeið

Innblástur fundinn í bók

Broddgöltur í híði sínu

Síðast breytt
Síða stofnuð