Bude zima (Tékkland)

Fjölskylduhátíð Móðurmáls

Þetta yndislega lag frá Tékklandi um lítinn fugl sem er kalt, var sungið af hópi tékkneskra barna ásamt kennara þeirra, Zdeňka Motlová, í Gerðubegi 11. nóv. 2012 á fjölskylduhátíð á vegum Móðurmáls (Félags tvítyngdra barna). Ég er að láta mér dreyma um að gera einhvern tímann íslenska þýðingu á laginu, sem hægt væri að syngja við laglínuna (en þýðingin hér neðst á síðunni er bókstafleg og tekur því ekkert tillit til tónlistarinnar).

Fremst til vinstri á myndinni er lítið hljóðfæri sem er eins konar fuglaflauta. Hægt er að snúa og ýta á tittinn sem stendur út úr hylkinu, og við það verða til flautuhljóð sem minna mikið á fuglasöng.

Bude zima

Bude zima, bude mráz,
Kam se ptáčku, kam schováš?
Schovám se já pod hrudu,
Tam já zimu přebudu.

Bude zima, bude mráz,
Kam se ptáčku, kam schováš?
Schovám se do javora,
To bude má komora.

Bude zima, bude mráz,
Kam se ptáčku, kam schováš?
Schovám se já pod mezu,
Až přestane, vylezu.

Bude zima, bude mráz,
Kam se ptáčku, kam schováš?
Odletím já do Říma,
Neuškodí mně zima

Myndskeið

Tékkneska sjónvarpið er líka með skemmtilegt myndskeið.

Íslensk þýðing

Hér er bókstafleg þýðing á textanum:

Það verður kalt og frost,
Hvar finnur þú skjól, fugl?
Ég fel mig undir hrauni,
Þar dvel ég í vetur.

Það verður kalt og frost,
Hvar finnur þú skjól, fugl?
Ég fel mig í hlyni,
Hann verður mitt herbergi.

Það verður kalt og frost,
Hvar finnur þú skjól, fugl?
Ég fel mig á milli akra,
fer út þegar frostið er búið.

Það verður kalt og frost,
Hvar finnur þú skjól, fugl?
Ég flýg til Rómar,
Þar mun veturinn ekki skaða mig.
Síðast breytt
Síða stofnuð