Gott er að eiga vin

Vinátta á vegum Barnaheilla

Tónlistarefnið "Gott er að eiga vin" er einstaklega vel unnið og skemmtilegt að nota með leikskólabörnum. Það var samið af Anders Bøgelund og er hluti af danska verkefninu Fri for mobberi en hér á Íslandi hefur það fengið nafnið Vinátta og er þýtt, staðfært og gefið út af Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Um er að ræða forvarnarverkefni gegn einelti sem vinnur með fjögur megingildi: umburðarlyndi, virðingu, umhyggju og hugrekki. Hér á myndskeiðinu fyrir neðan má heyra smá brot úr "Bangsi minn", einu laginu úr tónlistarefninu.


Leikskólar sem vilja taka þátt í Vináttu og þar með fengið allt efnið til notkunar, þar á meðal tónlistarefnið, geta haft samband við barnaheill@barnaheill.is. Nánari upplýsingar um Vináttu má finna hér. Einnig má lesa hér stutta grein um tónlistarverkefnið sem ég hef kennt á vegum Barnaheilla í sambandi við verkefnið.

Lögin á disknum

 1. Gott er að eiga vin
 2. Bangsi minn
 3. Boltaleikur
 4. Marflóin Milla
 5. Tröllafjör
 6. Ég segi stopp
 7. Sestu hjá mér
 8. Við erum vinir
 9. Morgun við hafið (án söngs)
 10. Stjörnubjart kvöld (á söngs)
 11. Forspil

Matthías Kristiansen íslenskaði söngtextana á disknum "Gott er að eiga vin". Flutningurinn er í hæsta gæðaflokki, en það eru Ragnheiður Gröndal og Stefán Örn Gunnlaugsson sem syngja.

Hér er diskurinn á Spotify

Viðbótarplata kom út árið 2018 með fleiri lögum, einkum fyrir yngstu börnin. Hún var aldrei gefin út sem geisladiskur og er bara til á Spotify.

Bangsi minn

Lagið "Bangsi minn" er skemmtilegt og heillandi og maður fær það fljótt á heilann. Það má nota á margan hátt eins og lesa má í tónlistarheftinu, en hér eru börnin að senda bangsann Blæ hringinn og passa upp á að honum líði vel. Bangsinn Blær er mikilvægur hluti af verkefninu Vinátta en öll börnin sem taka þátt fá eigin Blæ-bangsa.

Síðast breytt
Síða stofnuð