Hljóðfærarall

Bryndís Bragadóttir

Þessi leikur er úr bókinni Töfrakassinn - tónlistarleikir eftir Bryndísi Bragadóttur. Þar má finna marga aðra tónlistarleiki, enda er bókin stútfull af skemmtilegum hugmyndum sem nota má í tónlistarstarfinu, bæði í leikskóla og í yngstu bekkjum grunnskóla.

Myndskeið

Bókin

Bók Bryndísar kom út 2008. Útgefandinn er Námsgagnastofnun. Hér er hún á vef Menntamálastofnunar. Í lýsingu bókarinnar þar segir m.a.: „Töfrakassinn er bók þar sem safnað hefur verið saman 103 leikjum sem tengjast tónlist. Bókin er fyrir börn frá leikskólastigi upp í yngstu bekki grunnskóla. [...] Allir leikirnir eru hugsaðir út frá tónlist í víðum skilningi, með það að markmiði að stuðla að alhliða þroska hvers barns. Ekki er krafist sérstakrar tónlistarþekkingar kennara, aðeins áhuga á að vinna að tónlist með börnum.“

 
Síðast breytt
Síða stofnuð