Klukknaspilsgrind

Svona klukknaspilsgrind (eða tónlistartré, eins og við höfum líka kallað það) er auðvelt og skemmtilegt að hafa með í ýmsum leikjum. Málmplöturnar úr venjulegu klukknaspili (frá TIGER) hafa einfaldlega verið hengdar upp á grindina og börnin spila á það þar. Þetta er ágæt leið til að nýta plöturnar úr brotnu eða skemmdu klukknaspili sem annars þyrfti að henda. Auðvitað er líka hægt að hengja slíkar plötur öðruvísi upp eins og dæmi sést um á neðri myndunum tveimur.

Í myndskeiðinu á síðunni (LINKTO: page not found for "spunalag-med-gitar") sést og heyrist í bakgrunni hvernig stelpa spilar á grindina.

Hér er dæmi um aðra leið til að nýta klukknaspilsplöturnar:

Síðast breytt
Síða stofnuð