Litli flórgoðinn
Það var [C] lítill flórgoði
að synda' um tjörnina' [G7] alla
Lítill flórgoði
- hvað var hann að [C] bralla?
Hann [F] synti' um og glefsaði'
í [C] liljublað
Hann [D7] kvakaði hátt og sagði:
[G7] „Veistu hvað?!
Ég er [C] lítill flórgoði
að synda' um tjörnina' [G7] alla!
Gví gví [C] gví.“
Það var lítill, grænn froskur
Lítill, grænn froskur
- hvað var hann að bralla?!
Hann hopppað' og settist
á liljublað,
hann kvakaði hátt og sagði:
„Veistu hvað,
ég er lítill, grænn froskur,
að hoppa' um tjörnina' alla.
Ribbit-ribbit-ribbit.“
Það var lítil, svört bjalla
að fljúga' um tjörnina' alla.
Lítil, svört bjalla.
- hvað var hún að bralla?!
Hún heimsótti froskinn
á liljublað,
hún suðaði hátt og sagði
„Veistu hvað,
ég er lítil, svört bjalla
að fljúga' um tjörnina' alla.
Bzzt-bzzt-bzzt.“
Það var lítil rauð, slanga
að synda' um tjörnina' alla.
Lítil, rauð slanga
- hvað var hún að bralla?!
Hún hræddi flórgoða og frosk
af stað,
svo bjölluna hún át og sagði:
„Veistu hvað,
Ég er lítil, södd slanga'
að synda' um tjörnina' alla.
Hriss-hriss-hriss.“
Nú er enginn eftir
á ferð um tjörnina' alla.
Enginn eftir
og enginn neitt að bralla.
Bara eitt autt, lítið liljublað
Engin önd og enginn froskur -
leitt mér þykir það!
Það er enginn eftir
á ferð um tjörnina' alla
Bú-hú-hú!
Lag: Bernard Zaritzky and Walt Barrows
Þýðing: Birte Harksen og Baldur Kristinsson