Dimmalimm

Það var gaman að sjá hvað börnin lifðu sig mikið inn í söguna og tónlistina um Dimmalimm. Fimm ára börnin lærðu textann mjög vel. Yngri börnin sýndu alveg sérstaka innlifun og fundu fyrir stemmningunni í tónlistinni, ekki síst þegar svanurinn deyr í lokin.

Myndskeiðið hér að neðan klippt saman úr tveimur mismunandi samverustundum: Annars vegar úr venjulegri samverustund inni á deild þar sem maður tekur vel eftir upplifun barnanna, og hins vegar frá sameiginlegri svanahátíð sem við héldum í íþróttasalnum í lok þemavinnu með svani.

Söngur Dimmalimmar

Sjáðu, sjáðu svanur!
Skógurinn er að skemmta sér,
sko, hann bangsi dansa fer.  
Svanur á báru!
Veröldin blíð,
í suðri gala gaukar,
grösin spretta og laukar,
sæl er sumartíð.

Syngdu, syngdu svanur!
Álfar hoppa, einn, tveir, þrír.
Öll nú kætast skógardýr.
Svanur á báru!
Veröldin blíð,
í suðri gala gaukar,
grösin spretta og laukar,
sæl er sumartíð.

Hjúfra, hjúfra svanur,
í hálsakotið hjúfra þig.
Ég held þú megir kyssa mig.
Svanur á báru!
Veröldin blíð,
í suðri gala gaukar,
grösin spretta og laukar,
sæl er sumartíð.

Tónlist: Atli Heimir Sveinsson
Söngtexti: Atli Már Árnason.

Þetta lag er að finna á disknum: Fagur fiskur í sjó

Síðast breytt
Síða stofnuð