Froskakór

Froskakórinn varð til þegar við komumst að því á netinu bæði að mismunandi froskar gefa frá sér ólík hljóð, og að á mismunandi tungumálum er reynt að sýna þau hljóð á ólíkan hátt.

Froskatjörn.jpg

Allir þekkja "ribbit, ribitt" og "kvakk, kvakk" en bandarískur bullfrog á til dæmis mjög skemmtilegt hljóð: "Júgorúm". Í Grikklandi segja froskar: "Kreke-kex-kex-kóax-kóax"; í Danmörku: "Kvæk, kvæk" (borið fram "kvekk, kvekk"). Við prófuðum ýmis hljóð sem við heyrðum af netinu, en áðurnefnd hljóð reyndist vinsælust (börnin í froskakórnum velja sér hljóð sjálf). Við hnýttum síðan froskakórnum aftan við þemalagið okkar en útfærslan á því breytist eftir því hvaða dýr er dýr mánaðarins.

Froskakórnum má líka bæta við inn í bækur um froska, annað hvort sem endapunkti eða á milli kafla. Það má einfalda og flækja (þ.e. bæta við fleiri hljóðum) kórinn eins og maður vill. Bara endilega leika sér með hljóðin því þau eru svo óendalega skemmtileg!

Takið eftir hvað áhugi barnanna eykst mikið í lokin, þegar þau mega velja sín eigin froskahljóð!

Skemmtileg bók

Á Borgarbókasafninu er hægt að fá lánaða bókina: Animals' international Dictionary eftir Lila Prap. Í henni er listi yfir dýrahljóð á 42 tungumálum. Dýrin eru: hestur, önd, kind, kýr, hani, asni, svín, býfluga, fugl, hæna, hundur, fíll, köttur og froskur.

Síðast breytt
Síða stofnuð