Kanínulag frá Tékklandi

Hér er sætt lítið kanínulag frá Tékklandi, tekið upp í Gerðubergi haustið 2012. Í leiknum sem fylgir laginu grúfir eitt barn (kanínan) í miðju hringsins, og stekkur svo upp í síðustu línu og grípur þann sem á að vera kanínan í næstu umferð.

Zajíček = Kanínustelpa

Zajíček v své jamce sedí sám...
Ubožáčku, co je ti, 
že nemůžeš skákati, 
Hbitě skoč a vyskoč...

(2x) – děti se vystřídají

Íslensk útgáfa sem hægt er að syngja við laglínuna

Kanína í holu hímdi ein.
Heyrðu vina, hvað er að?
Viltu ekki hoppa af stað?
Hoppaðu! Hoppaðu! Hoppaðu!

Lagið og leikurinn eru líka til á dönsku og heita: "Haren hist i grøften".

Síðast breytt
Síða stofnuð