Uppi í háa hamrinum (kvæðalag)

Selló-Stína (Kristín Lárusdóttir) kom í heimsókn til okkar í leikskólann, spilaði fyrir okkur á selló, og síðan kenndi hún börnunum að kveða. Það var mjög eftirminnilegt, og okkur fannst tilvalið að halda upp á þorrann með einhverju þjóðlegu...

Imma og Birte

Ekkillinn frá Álfahamri

Uppi í háa hamrinum býr huldukona,
það veit enginn Íslendingur
annar en ég, hvað vel hún syngur.

Eitt sinn hvarf hann ekkillinn frá Álfahamri,
það var ekki allt með felldu,
eftir því sem sumir héldu.

Leitað var hans út með á og upp við hamra,
en allir höfðu öðru að sinna,
ekkilinn var hvergi að finna.

Löngu seinna sauðamaður sagðist hafa
heyrt hann glöggt á hljóðri vöku
í hamrinum syngja þessa stöku.

Vísur: Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.
Lag: Úr Eyjafirði (Jóhann frá Flögu).
Kvæðamannafélagið Iðunn - idunn(hjá)rimur.is

Sélló-Stína (Kristín Lárusdóttir)

Huldukonan í hamrinum

Myndskeið

Á myndskeiðinu má sjá og heyra tilraun sem við Imma gerðum til að fá börnin til að "kveða" á Bóndadaginn. Þetta var nú mest til gamans gert, og Kvæðamannafélagið myndi hugsanlega benda okkur á að það þyrfti að halda lengra hlé fyrir 3. línuna og gera ekki hnykk í endann, en eins og sjá má finnst börnunum það sérstaklega skemmtilegt :-)

Við förum reyndar líka rangt með textann: syngjum "á hamrinum" í stað "í hamrinum".

Síðast breytt
Síða stofnuð