Vinátta á Kársnesi

Ganga gegn einelti

Frá árinu 2013 hefur Kópavogsbær lagt sérstaka áherslu á að vekja til vitundar um daginn gegn einelti, sem er 8. nóvember ár hvert. Markmiðið er að vekja athygli á því böli sem einelti er og hvetja foreldra, börn og unglinga til þess að vera meðvituð um það og sigrast á því. Á Kársnesi hefur fyrirkomulagið verið með þeim hætti að nemendur úr 9. og 10. bekk aðstoða leikskólana í göngunni og fylgja leikskólabörnum á Rútstún. Þar taka allir saman þátt í brekkusöng undir einkennisorðunum "Vinátta á Kársnesi".

Myndskeið

Myndskeiðið hér að neðan var tekið upp í fyrsta sinn sem haldið var upp á daginn með þessum hætti, í nóvember 2013.

Síðast breytt
Síða stofnuð