Jólin eru að koma

Grunnskóli Drangsness á Ströndum

Þetta frábæra myndskeið frá Drangsnesi kom mér í jólaskap, og ég varð bara að deila því með ykkur :-) Líka gaman að sjá hvernig hægt er að nota spjaldtölvur í tónlistarstarfi - og vel hægt að yfirfæra á leikskóla.

Mörg ókeypis tónlistarforrit eru til fyrir iPad

"Hvað gerist þegar hugmyndaríkur kennari í litlu bæjarfélagi fær nokkrar spjaldtölvur og snjallsíma frá Vodafone til að taka upp jólalag? Borko og nemendur hans á Drangsnesi segja frá upptökum á laginu Jólin eru að koma og frumflutningi lagsins á jólatónleikum." (Um myndskeiðið á YouTube).

Borko heitir annars fullu nafni Björn Kristjánsson. Hann hefur gefið út plöturnar Celebrating Life árið 2008 og Born to Be Free árið 2012.

Síðast breytt
Síða stofnuð