Fjöruleikur

Þetta er mjög einfaldur leikur sem hægt er að breyta og aðlaga fyrir nánast hvaða þema sem er, allt eftir því hvað maður er að vinna með hverju sinni. Við lékum þennan leik í sambandi við þemavinnu um Fjöruna. Á myndinni hafa öll börnin skriðið upp í bátinn til Siggu skipstjóra. Í leiknum breytast allir í alls konar dýr sem finna má í fjörunni: seli, fugla, krabba, kuðunga og krossfiska. Ímyndunaraflið er eina takmörkunin!

Í upphafi myndskeiðsins neðst á síðunni stjórnar kennari leiknum með því að kalla hvað börnin eiga að breytast í næst, en í lokin má sjá hversu auðvelt og skemmtilegt það er að láta þau stjórna umbreytingunum sjálf.

Myndskeið

Krabbar

Börnin geta líka stjórnað leiknum!

Krossfiskar

Þang

Síðast breytt
Síða stofnuð