Krókódíll úr Krónunni

Börnin elska að segja "Ái-ái-ái!" og hrista höndina þegar litli krókódíllin bítur þrátt fyrir að við séum nýbúin að segja að hann geri ekki neitt. Það er gaman að fara með þuluna í kór og gera viðeigandi hreyfingar með. Síðan er auðvitað mjög mikilvægt að hafa smá dramatíska pásu áður en að við segjum "A-A-A-Ammmm!" og hrista svo puttana eins og við hefðum meitt okkur.

Krókódíll úr Krónunni

Ég keypti lítinn, sætan krókódíl
í Krónunni í gær.
Hann er ekkert hættulegur,
svo að komdu bara nær.

Hann er með beittar tennur,
en ég get sagt þér eitt:
Ef ég klappa' honum á kollinn,
þá gerir hann ekki neitt....

A-A-A-AMMM! 
Ái, Ái, Ái!

Lotte Salling: "Krokodilleremsen"
Birte Harksen íslenskaði

Þegar maður er að kynna vísuna er gaman að vera með lítinn krókódíl, til dæmis handbrúðu eða dótakrókódíl úr tré eða plasti. Börnin gera eins hreyfingar en nota aðra höndina sem krókódílinn.

Krókódíll í sínu náttúrulega umhverfi

Krókódíll úr leir

Fleiri hugmyndir

Það er skemmtilegt að breyta til í vísunni, þannig að maður geri mismunandi hluti við krókódílinn með tilheyrandi breytingu á síðustu handahreyfingunni áður en krókódíllinn bítur mann.

  • Ef ég kitla hann undir hökunni...
  • Ef ég gríp í halann á honum...
  • Ef ég bora í nefið á honum...
  • Ef ég pota í augað á honum...
  • Ef ég klóra honum á bakinu...
  • Ef ég klíp í eyrað á honum...
  • Ef ég strýk á honum magann...
  • Ef ég bursta í honum tennurnar...
  • Ef ég bít í halann á honum...

Myndskeið

Uppselt í Krónunni

Börnin voru aðeins svekkt þegar kom í ljós að ekki væri lengur hægt að kaupa krókódíla í Krónunni. Þeir voru greinilega uppseldir í bili. En góð ráð voru ekki dýr því að nú kom upp hugmynd um að búa sér bara til krókódíl og forum við út til að finna greinar og mála þá.

Myndskeið á dönsku

Hér fyrir neðan má sjá Lotte Salling nota vísuna sína á dönsku. Hennar útgáfa er aðeins styttri en þegar ég var að gera íslensku útgáfuna fannst mér auðveldara að lengja hana smá. Gaman er að segja frá því að ég sendi Lotte Salling tengil á íslenska myndskeiðið og hún var yfir sig hrifin.

Síðast breytt
Síða stofnuð