Litakarlarnir

Einfalt lag sem varð til af því að ég fann þetta skemmtilega "raðhús" og vildi finna leið til að nota það í söngstund. Á meðan að ég var að búa til textann áttaði ég mig á því að þetta lag ekki bara kennir okkur litina heldur er það líka góð málfræðiæfing: Guli maðurinn býr í gulu húsi og gula gæludýrið hanns er kisa. Maður getur að sjálfsögðu breytt gæludýrinu eins og maður vill.

Litakarlarnir

Guli karlinn,
guli karlinn
býr í gulu húsi
ósköp er hann glaður
sá litli guli maður
Gula gæludýrið hans
það er… KISA

Rauði karlinn,
rauði karlinn
býr í rauðu húsi
ósköp er hann glaður
sá litli rauði maður
Rauða gæludýrið hans
það er… HUNDUR

Græni karlinn,
græni karlinn
býr í grænu húsi
ósköp er hann glaður
sá litli græni maður
Græna gæludýrið hans
það er… FROSKUR

Blái karlinn,
blái karlinn
býr í bláu húsi
ósköp er hann glaður
sá litli blái maður
Bláa gæludýrið hans
það er… FUGL

Lag: Gamli Nói
Texti: Birte Harksen

Síðast breytt
Síða stofnuð