Spilum saman á sílófón

Þetta finnst mér alltaf jafn yndislegt. Einu sinni á ári tek ég gamla sílófóninn minn með inn á yngri deild og leyfi börnunum að spila á hann. Þau spila saman tvö og tvö, við syngjum lítið lag og hlustum á. Þegar lagið er búið syng ég "Takk fyrir það!" og þá vita börnin að það er kominn tími til að skipta.

Lagið er svokallað Vamp en það merkir að það er byggt upp yfir hljómarunu (til dæmis C - Am - Dm - G7) sem er síðan endurtekin aftur og aftur. Lagið "Ég elska blómin" er einnig Vamp.

Spilum núna saman

C         Am  Dm            G7
Spilum nú, spilum núna saman
C         Am  Dm          G7
Spilum nú, viltu spila með
C         Am  Dm            G7
Spilum nú, mikið er það gaman
C                  Am  Dm    G7
Hlustum nú á  sílófón (t.d.)

x3 C  Am  Dm  G7 
(börnin spila)
Dm  G7          C
- og takk fyrir það!

Ath. Nota má gítarklemmu til að hækka upp lagið.

Myndskeið

"Fun fact"

Sílófónn er íslensk útgáfa orðsins xylophon en hljóðfærið heitir það vegna þess að orðið xylon þýðir tré eða timbur á grísku. Einnig er til íslenska heitið tréspil.

(Sams konar hljóðfæri úr málmi eru reyndar líka oft kölluð sílófónar á íslensku þótt það stangist augljóslega á við uppruna orðsins).

Síðast breytt
Síða stofnuð