Með á nótunum

Hrafnhildur Sigurðardóttir

Með á nótunum eftir Hrafnhildi Sigurðardóttur (JPV, 2006) er frábær bók með mörgum skemmtilegum lögum, þulum og hreyfisöngvum. Mælt með henni handa öllu áhugafólki!

Það eru mörg lög hérna sem flestir þekkja nú þegar, og það er gott það það sé blásið nýju lífi í þau með þessum hætti. Nótur að öllum lögum er að finna aftast í bókinni. Og svo er bókin líka skemmtilega sett upp og myndskreytt.

Bókin er því miður uppseld hjá forlaginu, en enn er hægt að fá framhaldið, Með á nótunum 2, sem er síst verri. Með henni fylgir geisladiskur með öllum lögunum.

Þess má geta að Hrafnhildur Sigurðardóttir stendur einnig að Hugarfrelsi sem stuðlar að því að efla sjálfsmynd barna og unglinga.

Síðast breytt
Síða stofnuð