Mýsnar í músaholunni

Þessi leikur er jafn einfaldur og hann er skemmtilegur. Hann er líka dæmi um að eitthvað sem maður hefur ekki gert í mörg ár slær allt í einu aftur í gegn hjá öllum aldurshópum. Hér eru börnin 4-6 ára en þriggja ára börnin elska leikinn ekki síður. Leikurinn er stuttur svo við leikum hann aftur og aftur. Þannig er líka hægt að sjá til þess að sem flest börn geti fengið að vera kötturinn.

Myndskeið

Leikurinn tekur smá pláss eins og sést á myndskeiðinu og þess vegna er líka mjög skemmtilegt að leika hann úti í grasinu á sumrin.

Leikurinn

Kennarinn er sögumaðurinn og situr annaðhvort með í hringnum eða fyrir utan. Þegar leikurinn er leikinn í fyrsta skipti er líka gott ef kennarinn leikur köttinn eða alla vega sýni hverning kötturinn hoppar inn í músaholuna í lokin og hvernig mýsnar geta flúið í burtu svo að hann nái þeim ekki.

  • Mýsnar eru í músaholunni sinni. Hvað eru mýsnar margar? Teljum alla fætur.
  • Mýsnar eru sofandi (hrjóta)
  • Þær dreymir um mat (teljum upp alls konar mat)
  • Þær vakna og teygja sig (fimleikafætur)
  • Mýsnar segja góðan daginn og spjalla saman og leika (syngja la-la-la-la-la)
  • Nú finna þær ostabita. Þar eru gráðugar og háma í sig ostinn (sparka hratt með fótunum í gólfið)
  • Kennarinn hringir nú bjöllunni til að gefa til kynna að kötturinn sem hefur verið að læðast í kringum músaholuna er að fara að stökkva inn í miðjuna. Þegar kötturinn stekkur flýta mýsnar sér burt (draga fæturna til sín og bakka)

Það getur komið fyrir að eitthvert barn lifi sig svo inn í leikinn að það verður hrætt við köttinn. Fylgist með því hvort einhver verður hræddur og finnið leið til að hughreysta viðkomandi. Stundum er nóg að lofa að kötturinn muni aldrei ná neinni mús af því að hann er svo gamall og grár. Stundum virkar að segja: "Viltu prófa að vera kettlingur með mér?" Og síðan er alltaf í lagi að bjóða börnum að horfa bara á leikinn og þannig sjá að hann er skemmtilegur og ekki hættulegur. Og þá er mjög líklegt að barnið vilji vera með í næsta tíma ef við leikum hann aftur.

Lotte Kærså

Hugmyndin að þessum leik er frá danska tónslistarkennaranum Lotte Kærså sem fyrir þó nokkrum árum gerði DVD-diskinn Leg, musik og bevægelse þar sem hún kynnir marga góða tónlistarleiki.

Síðast breytt
Síða stofnuð