S-N-A-T-I

Þetta lag varð til sem viðbót við Tumi fer á fætur. Það er byggt upp eins og lagið "There was a farmer had a dog, and Bingo was his name". Lagið er skemmtilegast ef maður sýnir börnunum stafina. Síðan fjarlægir maður einn staf í einu, og allir klappa í staðinn á þeim stað í laginu.

S-N-A-T-I

Tumi hann var smaladrengur,
hundurinn hans hét Snati.
S-N-A-T-I, S-N-A-T-I, S-N-A-T-I
Hundurinn hans hét Snati.

Tumi hann var smaladrengur,
hundurinn hans hét Snati.
(Klapp)-N-A-T-I, (Klapp)-N-A-T-I, (Klapp)-N-A-T-I
Hundurinn hans hét Snati.

Tumi hann var smaladrengur,
hundurinn hans hét Snati.
(Klapp)-(Klapp)-A-T-I, (Klapp)-(Klapp)-A-T-I  o.s.frv.
Síðast breytt
Síða stofnuð