Sankta Lúsía

Þann 13. desember halda Svíar og fleiri skandinavíubúar (bæði Norðmenn og Danir) ljósahátíð þar sem oft er gengið í skrúðgöngu með kveikt kerti. Þá er sungið lagið um "Sankta Lucia", dýrðlinginn sem kemur með ljósið.

Á Sjávarhóli (sem er ein stofan á Urðarhóli) ákváðum við að halda upp á þennan dag, og Gerður Magnúsdóttir deildarstjóri bað tengdaföður sinn, Niels Óskarsson, um að þýða fyrir okkur textann við hið hefðbundna lag um Sankta Lucia. Úr því varð mjög heillandi og indæll texti sem bæði börn og fullorðnir féllu strax fyrir.

Hér að neðan má sjá myndskeið þar sem við sitjum inni á deild og syngjum lagið, en auk þess fórum við í skrúðgöngu um allan leikskólann og sungum við kertaljós. Seinna fengum við glögg og Lúsíu-bollur að sænskri fyrirmynd. Það var yndisleg stund!

Sankta Lúsía

G      D7
Vindur og veður kalt,
D7    G
vetur á glugga.
G      Am
Ljós kvikna út um allt;
D7      G
enginn í skugga.
  G         C
//:En hver kom inn til mín
Am     G
áðan með ljósin sín?
G     Am
Sankta Lúsía!
D7    G
Sankta Lúsía!://

Lag: Gudrun Olsson, Úr barnasöngbókinni "Smátt og Gott 1977", Stegelands forlag.
Þýð.: Niels Óskarsson

Myndskeið

Tekið upp á Sjávarhóli, des. 2008.

Síðast breytt
Síða stofnuð