Gólfið er brennandi hraun

Leikskólabörnin elska "The Floor is Lava" og finnst dansinn og leikurinn alveg rosalega skemmtilegur. Við vörpum myndskeiðinu með Danny Go! upp á vegg og síðan hermum við einfaldlega eftir honum þegar gólfið breytist í trampólín, slím, íssvell, hringekju o.fl. En það er um að gera að vera vakandi og hafa varann á, því að gólfið breytist skyndilega í brennandi hraun og þá verðum við öll að flýta okkur af gólfinu - eða brenna á okkur tærnar!

Íslensk útgáfa?

Ég geri mér alveg grein fyrir að sumum finnst óheppilegt að nota enskt efni í leikskólanum, en allt er gott í hófi. Íslensk útgáfa er reyndar í vinnslu en ég er ekki alveg tilbúin með hana ennþá.

Myndskeið

Danny Go! á YouTube

Danny Go er með mörg skemmtileg myndskeið á YouTube-síðunni sinni sem er vel þess virði að skoða enda hægt að fá ýmsar góðar hugmyndir þar.

Síðast breytt
Síða stofnuð