Landslag með tröllum

Á myndskeiðinu hér fyrir neðan má sjá brot úr skemmtilegri stund þegar við gerðum tröllalandslag með þriggja ára börnunum á deildinni. Við festum stóran pappírsrenning svolítið ofarlega á vegginn og börnin fengu síðan að hoppa og hlaupa með vaxliti við fjöruga tónlist og bjuggu þannig til landslag í sameiningu.

Síðan settumst við á gólfið fyrir framan landslagið og spjölluðum um tröll og hvar þau væru. Ég sagði að sólin væri að fara að koma upp og spurði hvort einhver vildi hlaupa eina ferð í viðbót með gula litinn svo að við gætum búið til sólskin. Það vildu þau öll gera.

Í lokin tókum við niður landslagið og lögðum það á gólfið. Nú hófust börnin handa við að teikna fullt af tröllum sem voru öll að breytast í stein!

Tröllalagið

Við sungum saman tröllalagið eftir Soffíu Vagnsdóttur:

Hérna koma nokkur risatröll. Hó!Hó!
Þau öskra svo það bergmála um fjöll. Hó! Hó!
Þau þramma yfir þúfurnar
svo fljúga burtu dúfurnar
En bak við ský er sólin hlý í leyni
Hún skín á tröll svo verða þau að steini!

Myndskeið

Síðast breytt
Síða stofnuð