Hvernig er hægt að sjá hljóð?

Hvernig er hægt að sjá hljóð? Samkennari minn, Ögmundur Jónsson, fékk skemmtilega hugmynd um að nota bassabox sem hann átti til að sýna börnunum á Hrafnaþingi það. Börnin gerðu ýmsar tilgátur um hvað væri að gerast og af hverju og Ögmundur sagði þeim svolítið frá hljóðbylgjum og hvernig þær virka.

Myndskeið

Ögmundur tengdi bassaboxið og hátalarana við iPad þar sem hann m.a. spilaði YouTube-myndskeið þar sem tíðninni var smátt og smátt breytt úr mjög djúpum (20 Hz) í mjög háan (20 kHz) tón. Tilraunin þeirra sýndi greinilega að við lága tóna var mikill titringur á bassaboxinu en að hann hætti alveg við háa tóna.

Hljóðbylgjur

Eitt aðalatriðið sem kom fram í tilraunum Ögmundar og barnanna var munurinn á háum og djúpum tónum. Djúpu tónarnir fengu kubbana á bassaboxinu til að hristast en háu tónarnir ekki, og börnin gátu líka fundið titringinn sjálf með fingrunum. Það er vegna þess að þegar tíðnin er lægri er meiri orka í hverri hljóðbylgju (miðað við sama hljóðstyrk). Há hljóð hafa mikla tíðni og stutta bylgjulengd eins og fuglinn á myndinni hér að neðan á meðan djúp hljóð hafa litla tíðni og langa bylgjulengd eins og kýrin.

The Science of sound - bók

Það eru til ýmsar góðar bækur um hljóð handa börnum. Þær bestu eru þær sem lýsa ýmsum einföldum tilraunum svo að maður geti sjálfur fengið tilfinningu fyrir hvað er að gerast. Til dæmis innihalda Vísindabækur Villa margar skemmtilegar og einfaldar tilraunir.

Ein góð bók sem ég var svo heppin að finna í Góða hirðinum er The Science of Sound eftir Clive Gifford og John Devolle (útefandi: Aura, Baker og Taylor).

The Science of sound - myndskeið

Hér er skýrt og fræðandi myndskeið um hvað hljóð er og hvernig það virkar:

Síðast breytt
Síða stofnuð