H-saga (Hljóðfæri)

Í H-sögunni stelur vondi galdrakarlinn öllum hljóðfærunum og barnið sem er söguhetjan á að leysa þrautir til að fá hann til að skila þeim aftur. Þrautirnar eru að gefa galdrakarlinum 10 hluti sem byrja á H; og að hlusta á 10 hljóðdæmi og segja hvaða hljóðfæri er að spila.

H-sagan er hluti af þróunaverkefni, sem heitir "Stafagaldur - Leikur með stafi, hljóð og ævintýri", og sem felst í frásögnum og stuðningsefni fyrir 4-6 ára börn í leikskóla, er skal styrkja hljóðkerfisvitund þeirra og vekja áhuga þeirra á bókstöfum og stafhljóðum.

Sagan

Lesið söguna í PDF-skránni og hlustið á hljóðdæmin neðar á síðunni: H-saga (PDF-skrá)

Meira um Stafagaldur.

Höfundar Stafagaldurs eru Birte Harksen og Baldur A. Kristinsson.

Árið 2019 var stofnaður sérvefur, stafagaldur.net þar sem bæði má nálgast Stafagaldurssögurnar og kynna sér fjölbreyttar leiðir til að efla málkerfisvitund leikskólabarna.

Hljóðdæmi

Hljóðdæmin, sem notuð eru í þraut galdrakarlsins:

Síðast breytt
Síða stofnuð