Bang, bang með stöfunum

Lítið sætt lag sem æfir börnin í að skipta milli þess að spila hátt og lágt og stjórna betur tónstöfunum. Þau æfa sig líka í því að spila hægt og hratt þar sem þau slá 2x4 sinnum hátt í fyrstu tveimur línunum og svo 2x8 sinnum lágt í þeim tveimur síðustu.

Bang, bang með stöfunum!
Berðu fast og hafðu hátt!

Trítlaðu svo eins og mús
þegar hún fer inn í hús.

Lag: Tom, tom, the piper's son (enskt þjóðlag)
Texti: Baldur Kristinsson.

Síðast breytt
Síða stofnuð