Birte- og Immustund
Youtube-þáttaröð
Þættirnir
Hver borðar hvað?
Haustþáttur
17. júní
Umferðarklár
Krummastund
Söngstund
Jólastund
Á hestbaki
Kóngulær
Nornir
Krókódílar
Tilfinningar og litir
Hrekkjavaka
Með pabba í búð
Töfrarekinn Púff
Fiskar og krabbar
Ruggutönn
Heimurinn í okkur
Maríuhænur
Sjóræningjar
Draumar
Hænur
Allt sem er grænt
Skrýtnir tímar
Hvernig þættirnir urðu til
Í mars 2020 þegar samkomubannið vegna Covid skall á, stóðu leikskólar landsins skyndilega uppi með framandi skipulag sem þeir urðu að spila af fingrum fram. Þetta var skrýtið tímabil og við Imma upplifðum visst tómarúm og urðum að endurhugsa starfið og finna leiðir til að viðhalda neistanum. Við erum vanar að fara milli deilda og vera með sögustundir og söngstundir og við höfðum ríka þörf fyrir að viðhalda tengslunum við öll þau börn sem við vorum ekki að sjá vikum saman. Þess vegna fengum við þá hugmynd að nýta þá daga sem við vorum ekki í leikskólanum til að búa til þætti með samverustundum sem við settum svo á YouTube undir nafninu Birte- og Immustund.
Við höfum haldið áfram að búa til þættina eftir að Covid-tímanum lauk þótt í minna mæli sé enda höfum við fundið fyrir mjög jákvæðum viðbrögðum frá bæði börnum og foreldrum. Hluti þáttanna var gerður fyrir styrk frá Vísindasjóði FL og FSL.
Uppbygging
Hver þáttur inniheldur alltaf sögulestur og söng en þeir hafa verið mjög fjölbreyttir og meðal annars fjallað um drauma, tilfinningar, sjóræningja, krókódíla, mæríuhænur, galdra, ruggutennur, svo eitthvað sé nefnt. Við náðum að gera 10 þætti á meðan samkomubannið stóð yfir og síðan hafa þrír bæst við. Við erum með fleiri hugmyndir en vantar bara tíma :) .
Ástæðan fyrir því að við fórum þá leið að búa til myndskeið í stað þess að streyma beint til barnanna á Zoom-fundum eða álíka er annars vegar til að hægt sé að skoða efnið aftur og aftur þegar hverjum hentar og hins vegar vegna þess að við lögðum áherslu á frágang og framsetningu sem ekki er auðvelt að nostra við „live“. Þetta eru ekki hefðbundin leikskólalög eða upplestur á sögum, þannig að okkur fannst ástæða til að gera efnið sem aðgengilegast og mest aðlaðandi. Við erum mjög stoltar af útkomunni enda höfum við lagt margar klukkustundir í að vinna hvern einasta þátt.
Grein í Fréttablaðinu
Fréttablaðið skrifaði grein um stundirnar okkar sem kom út rétt um það leyti þegar leikskólarnir fengu aftur leyfi til að opna fyrir hefbundið starf. Fréttablaðið er reyndar ekki lengur til en greinina má enn lesa hér á archive.org.