Ég á gæludýr

Hér er einfalt og sætt lag fyrir yngstu börnin. Við syngjum um alls konar gæludýr og hvað þau segja og reynum svo líka að komast að því hvað þau borða. Eins og má sjá á myndskeiðinu virkar það mjög vel að vera með myndir af dýrunum og af matnum þeirra svo að börnin sjái líka hvað passar saman.

Ég á gæludýr

Ég á gæludýr, og það er kisa.
Hún segir:"Mjá mjá mjá mjá mjá".

Ég á gæludýr, og það er hundur.
Hann segir: "Voff, voff, voff, voff, voff".

Ég á gæludýr, og það er fiskur.
Han segir: "Blúbb, blúbb, blúbb, blúbb, blúbb".

Ég á gæludýr, og það er fugl.
Hann segir: "Bí, bí, bí, bí, bí".

Ég á gæludýr, og það er lamb
Það segir: "Mee, mee, mee, mee, mee".

Ég á gæludýr, og það er api.
Hann segir "Ú-ú, a-a, ú-ú, a-a, ú".

Hugmynd og útfærsla: Birte Harksen

Pdf-skjöl til útprentunar: Kisa, Hundur, Fugl, Api, Matur.

Myndskeið

Verði þér að góðu!

Eftir að ég byrjaði að nota lagið komst ég fljótt að því að það er góð leið til að æfa börnin í að segja „Takk fyrir mig!“ og „Verði þér að góðu!“. Það segjum við saman í kór eftir að hvert gæludýr hefur fengið að borða.

Það er líka hægt að nota lagið til að æfa ýmis orð i kringum bæði dýr og mat, t.d. „uppáhaldsmatur“, „girnilegt“, „ljúffengt“.

Síðast breytt
Síða stofnuð