Einn og átta og Andrés Önd

"Þekkið þið einhvern sem heitir Andrés?" spurði ég krakkana um daginn þegar við vorum að syngja lagið um jólasveina einn og átta. "Já! Andrés Önd" svöruðu þau strax, og fannst okkur það mjög fyndið. Mig langaði að "skrifa" Andrés Önd inn í lagið og söguna og fann skömmu seinna innblástur í gamalli, ónýtri jólabók sem ég átti, en þar er mynd af jólasveinum að spila og syngja á tónleikum. Þetta varð síðan að smá viðbót við gömla, góða jólalagið okkar, og ég vona að ég sé ekki að móðga neinn með því (ekki heldur höfunda og útgefendur bókarinnar).

Það vantaði blaðsíður í bókina Tíu litlir jólasveinar þannig að mér fannst upplagt að endurnýta hana

Ég hef alltaf tekið eftir því að börn virðast almennt ekki að heyra og átta sig á 4. línunni í upphaflega laginu en hún hljómar svona: "fundu hann Jón á völlunum" - og kannski þarf ekki endilega að útskýra það fyrir þeim (eins og sjá má á textanum mínum ákvað ég líka að breyta því bara í "þeir voru í jólafötunum").
Hins vegar er annað orðasamband í laginu sem ég sjálf var ekki að átta mig á fyrr en nýlega og það er "utan gátta". Ég hefði bara heyrt þetta í tengslum við að vera utan gátta og hef alltaf útskyrt fyrir börnunum að Andrés hafi verið hissa og ekki vitað hvað um var að vera og hvað hann átti að gera. Núna í desember fékk ég svo ábendingu frá starfssystur minni um að það að Andrés standi utan gátta þýði að sjálfsögðu einfaldlega að hann standi fyrir utan dyrnar :o).

Einn og átta og Andrés Önd

Jólasveinar einn og átta
ofan komu af fjöllunum
Í fyrrakvöld rétt fyrir átta
þeir voru í jólafötunum

Andrés stóð þar utan gátta
Það átti að færa hann tröllunum
En þá var hringt í Hólakirkju
öllum jólabjöllunum

Því að...

Jólasveinar einn og átta
héldu tónleika í dag
Andrés Önd spilaði' á gítar
og söng eitt fallegt jólalag

Jólasveinar einn og átta
eru aftur komnir heim
Þetta kvöld var meiriháttar
Kveðjum nú og þökkum þeim!

"Takk fyrir og gleðileg jól!"
Síðast breytt
Síða stofnuð