Mig langar í flóðhest um jólin
Mig langar í flóðhest um jólin
Það væri frábær jólagjöf til mín.
Ég vil ekki dúkku 
eða draug sem segir: „Bú!“
Mig langar bara í flóðhest til að knúsa hér og nú!
Mig langar bara í flóðhest um jólin.
Sko Sveinki gæti alveg reddað því.
Hann þyrfti ekki’ að troða sér niður skorsteininn.
Hann dinglar bara bjöllunni’ og ég hleypi honum inn.
Ég ímynda mér 
að læðast niður 
og kíkja í skóinn minn.
Hversu óvænt væri það 
að kíkja í skóinn minn
og sjá þar flóðhestinn 
minn vinka mér!
Mig langar í flóðhest um jólin.
Það væri frábær jólagjöf til mín.
Ég vil ekki dúkku 
eða draug sem segir: „Bú!“
Mig langar bara í flóðhest til að knúsa hér og nú!
Og flóðhesturinn hann vill líka mig!
Lag: I Want a Hippopotamus for Christmas 
Ingibjörg Sólrún Ágústsdóttir íslenskaði 
Lagið sem pdf: Flo__769__ðhest_um_jo__769__linn.pdf
